Nánari upplýsingar og skilmálar*

Ljósleiðarinn getur komið alveg í staðinn fyrir kopar heimtaugarnar sem heimasími/sjónvarp/xDSL eru að nota í dag, og í raun er hægt að segja kopartauginni upp.  Það er hægt að fá allar þjónustur eins og sjónvarp, heimasíma og internet yfir ljósleiðara.

       Einbýli

 • Stofngjaldið miðast við að það sé heimtaug (rör) alla leið frá tengiskáp og inn í hús (yfirleitt sem næst rafmagnstöflu) og einungis þurfi að draga ljósleiðara inn í hús og setja upp endabúnað.  Ef innanhús lagnir eru ekki til staðar getur Austurljós gert tilboð í uppsetningu sem bætist þá við stofngjaldið.
 • Íbúar fá netbeini (router) þegar þeir sækja um netáskrift hjá sinni netveitu og er hægt að tengja hann beint við ljósbreytuna, það er líka hægt að fá rafvirkja til að leggja netlögn frá ljósbreytu og á þann stað sem óskað er eftir að netbeinir sé staðsettur (oft nálægt sjónvarpi).  Allar innanhússlagnir eru á ábyrgð íbúa en Austurljós getur skoðað aðstæður og gert tilboð í innanhússvinnu sé þess óskað, gott er að taka það fram í upphafi ef íbúar vilja láta leggja meiri lagnir fyrir sig innanhúss.

       Fjölbýli

 • Stofngjaldið miðast við að það sé heimtaug (rör) alla leið frá tengiskáp og inn í kjallara eða inntaksrými fjölbýlis (þar sem rafmagnstafla er staðsett).  Ef innanhús lagnir eru ekki til staðar getur Austuljós lagt fram tilboð í uppsetningu sem bætist þá við stofngjaldið.  Íbúum eða húsfélögum er að sjálfsögðu frjálst að leita tilboða hjá öðrum fyrirtækjum í lagningu heimtaugar, eða jafnvel leggja hana sjálfir.
 • Íbúar fjölbýlis þurfa sjálfir að ganga úr skugga um að lagnir liggi frá kjallara/inntaksrými og upp í íbúðir þeirra.  Ef lagnir eru ekki til staðar getur Austurljós gert tilboð í lagningu þeirra, gott er að taka það fram snemma ef íbúar vilja láta leggja meiri lagnir fyrir sig innanhúss.
 • Íbúar fá netbeini (router) þegar þeir sækja um netáskrift hjá sinni netveitu (Vodafone, Síminn, 365 o.s.frv.) og er hann settur upp inni í íbúð.  Hann tengist við lögn sem liggur frá kjallara/inntaksrými og inn í íbúð.

       Fyrirtæki

 • Stofngjaldið miðast við að það sé heimtaug (rör) alla leið frá tengiskáp og inn í inntaksrými fyrirtækis (þar sem rafmagnstafla er staðsett). Ef heimtaug er ekki til staðar gerir Austurljós tilboð í lagningu hennar sem bætist þá við stofngjaldið.
 • Fyrirtæki fá netbeini (router) þegar þeir sækja um netáskrift hjá sinni netveitu (Vodafone, Síminn, 365 o.s.frv.) og er hann yfirleitt settur upp inni í inntaksrými.

       Dreifbýli

 • Öll tilboð eru unnin eftir skoðun á aðstæðum. Sé óskað eftir nánari upplýsingum er best að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

       Sértæk gjöld

 • Niðurtekt netaðgangstækis: 19.990.- kr
 • Færsla á netaðgangstæki: 19.990 kr.
 • Útskipti/uppfærsla netaðgangstækis: 17.990.- kr.
 • Hætt við að taka Ljósleiðarann í notkun eftir að umsókn hefur verið send inn: 12.990 kr.

       Viðgerðargjöld

 • Viðgerð vegna skemmdar á „pig-tail“ eða þjónustulögn: 14.990 kr.
 • Viðgerð vegna skemmdar á innanhússljósleiðara: 24.990 kr.
 • Viðgerð vegna skemmdar á ljósleiðaraheimtaug innan lóðar af völdum viðskiptavinar: 44.990 kr.
 • Viðgerð vegna skemmdar á netaðgangstæki af völdum viðskiptavinar: 49.990 kr.

*Verð miðast við að fjarskiptalögn frá hitaveitu egilsstaða og fella sé aðgengilegt í lagnarými í viðkomandi húsi

**Verð miðast við þéttbýli

***Tengigjald