Spurt & svarað

Algengar spurningar

Er binding til einhverra mánaða fyrir þjónustunni?

 Nei, bindingar eru fyrir gönguskíðafólk.

Kostar að fá tengingu?

Nei, við leggjum ljósleiðarann inn fyrir vegg hjá þér og göngum frá inntaksboxi án kostnaðar. Kostnaður við innanhússlagnir ef þess þarf getur verið mismunandi eftir þjónustuveitum.

Hvað er flutningsgeta og gæði nettengingar?

Flutningsgeta segir til um hversu mikið magn af gögnum er hægt að senda í gegnum nettengingu á ákveðnum tíma. Ljósleiðarinn bíður upp á 1000 MB á sekúndu til og frá notanda sem er 10 sinnum meiri hraði en aðrar tengingar bjóða upp á við bestu aðstæður.

Við hjónin erum með myndlykil frá Símanum, getum við notað hann áfram?

Já, ekkert mál setur hann í samband við netbeininn sem þú færð hjá okkur eða þinn ef þú átt.

Ég er hjá Vodafone og langar að fá ljósleiðarann frá ykkur, þarf ég eitthvað að gera?

Nei nei, við flytjum þig yfir á ljósleiðarann og sambandið verður frábært.

Hvað gerist ef ég gref fyrir fánastöng í garðinum og tek ljósleiðarann í sundur?

Sambandið rofnar, hafðu ekki áhyggjur við lögum það.

Við erum sjö í fjölskyldu langar að vera með þrjú sjónvörp, er það vesen?

Nei nei haltu bara áfram að njóta lífsins, nokkur sjónvörp í viðbót er ekkert mál.

Nú eru þið að leggja ljósleiðara í götunni hjá okkur í sumar, verður allt sundur grafið í marga mánuði?

Alls ekki. Við notum sérhæfð tæki og förum í gegnum garða með samþykki þínu og nágranna þinna. Þú færð ljósleiðarinn inn og raskið verður minniháttar fyrir meiriháttar tengingu. 

Ennþá einhverjar spurningar?

Sendu okkur endilega línu & við höfum samband sem fyrst.